Scripture Stories
Alma og fólkið hans


„Alma og fólkið hans,“ Sögur úr Mormónsbók (2023)

Mósía 23–25

Alma og fólkið hans

Styrkur frá Guði á erfiðum tímum

Ljósmynd
Alma og annað fólk horfir á heimili sín

Alma og fólkið hans bjó í fallegu landi. Það plantaði sáðkornum og byggði heimili. Alma var prestur Guðs. Hann kenndi fólki sínu að elska hvert annað. Fólkið hlustaði á Alma og hélt boðorð Guðs. Fjölskyldur þeirra stækkuðu og byggðu borg.

Mósía 23:4–5, 15–20

Ljósmynd
Alma ræðir við Lamaníta

Dag einn kom herflokkur Lamaníta. Þeir höfðu villst af leið. Lamanítarnir lofuðu að láta fólk Alma í friði ef Alma myndi hjálpa þeim að komast heim. Alma sýndi Lamanítunum hvernig þeir gætu komist heim.

Mósía 23:25, 30, 36–37

Ljósmynd
Amúlon og verðir fylgjast með Alma og fólki hans

Lamanítarnir héldu ekki loforð sitt. Þess í stað tóku þeir yfir landið og settu varðmenn til að fylgjast með fólki Alma. Þeir settu einnig Nefíta sem hét Amúlon sem konung yfir fólki Alma. Amúlon var leiðtogi falskra presta. Hann og prestar hans höfðu drepið spámann Guðs og gert marga slæma hluti.

Mósía 17:12–13; 23:31–32, 37–39; 24:9

Ljósmynd
Amúlon reiður

Amúlon var reiður Alma. Hann lét fólk Alma vinna erfiðisvinnu og var vondur við það. Það var erfitt fyrir fólk Alma.

Mósía 24:8–9

Ljósmynd
Alma biður og Amúlon sést reiður í bakgrunni

Fólkið ákallaði Guð um hjálp. Amúlon sagði því að hætta að biðja. Hann sagði að hver sá, sem staðinn væri að því að ákalla Guð yrði tekinn af lífi.

Mósía 24:10–11

Ljósmynd
Alma og kona hjálpa gömlum manni að rísa á fætur

Alma og fólk hans hættu að biðjast fyrir upphátt. Þess í stað baðst það fyrir í hjarta sér. Guð bænheyrði það. Hann hughreysti það og lofaði að hjálpa því að komast undan. Guð lét erfiðisvinnu þess virðast léttari. Fólkið sýndi þolinmæði og var ánægt þegar það hlýddi á Guð. Það vissu að hann var að hjálpa því.

Mósía 24:12–15

Ljósmynd
Alma leiðir fólk sitt burt að nóttu til.

Fólk Alma treysti Guði og hafði mikla trú á honum. Dag einn sagði Guð því að tímbært væri að fara. Þá nótt gerðu Alma og fólkið hans sig tilbúið. Þau söfnuðu saman skepnum sínum og fæðu. Um morguninn lét Guð djúpann svefn falla á Lamanítana. Þá flúði Alma og fólkið hans og ferðaðist allann daginn.

Mósía 24:16–20

Ljósmynd
Alma og fólkið hans horfir yfir Sarahemla

Þá nótt þökkuðu karlmennirnir, konurnar og börnin Guði. Þau vissu að Guð hefði hjálpað þeim. Þau ferðuðust í marga daga og komu til Sarahemlalands. Nefítarnir buðu þau velkomin og Alma kenndi öllum að hafa trú á Jesú Kristi. Margir trúðu og tóku skírn.

Mósía 24:20–25; 25:14–24

Prenta