„Skip til að fara yfir hafið,” Sögur úr Mormónsbók (2023)
„Skip til að fara yfir hafið,” Sögur úr Mormónsbók
Skip til að fara yfir hafið
Búið sig undir að fara til fyrirheitna landsins
Landið Nægtarbrunnur var ríkulegt af ávöxtum og villihunangi. Þetta var fallegur staður til að eiga heima á. Fjölskylda Lehís og Saríu bjó við sjávarsíðuna og hafði allt sem hún þarfnaðist.
Eftir marga daga, sagði Drottinn Nefí að fara upp á fjall til að biðjast fyrir. Þar sagði Drottinn honum að byggja skip til að flytja fjölskylduna yfir hafið.
Drottinn sýndi Nefí hvernig smíða ætti skip. En Nefí vissi ekki hvar hann ætti að finna málm til að smíða verkfæri. Drottinn sýndi Nefí hvar hann ætti að leita að málmi.
Síðar kveikti Nefí eld til að smíða verkfæri. Laman og Lemúel fylgdust með bróður sínum Nefí. Þeir vildu ekki hjálpa honum að smíða skipið. Þeim fannst það slæm hugmynd að reyna að komast yfir hafið.
Laman og Lemúel trúðu því ekki að Drottinn hefði sagt Nefí að smíða skip. Nefí spurði þá hvers vegna þeir hefðu ekki enn öðlast trú á Drottin. Hann minnti bræður sína á að þeir hefðu séð engil og þekktu mátt Drottins. Laman og Lemúel urðu svo reiðir að þeir vildu drepa Nefí.
En Nefí var fullur af mætti Guðs. Nefí aðvaraði Laman og Lemúel að snerta sig ekki. Þeir voru hræddir og dirfðust ekki að snerta Nefí í marga daga. Síðan sagði Drottinn Nefí að rétta fram hönd sína til bræðra sinna. Þegar Nefí rétti fram hönd sína, skelfdust þeir vegna máttar Drottins.
Laman og Lemúel tilbáðu Drottin og hjálpuðu við að smíða skipið. Nefí bað Drottinn margsinnis um hjálp. Skipið sem fjölskylda Nefí byggði var fagurt. Eftir marga daga, var smíði skipsins lokið og þau sáu að það var gott. Fjölskylda Nefí vissi að Drottinn hafði hjálpað þeim.