Sögur úr ritningunum
Sóramítarnir


„Sóramítarnir,“ Sögur úr Mormónsbók (2023)

Alma 31-35

Sóramítarnir

Vaxa í trú þeirra á Jesú Krist.

Amúlek, Alma, Kóríanton og aðrir Nefítar ferðast til borgar

Hópur Nefíta, sem kölluðust Sóramítar, héldu ekki boðorð Guðs. Það gerði spámanninn Alma dapran í bragði. Hann vissi að besta leiðin til að hjálpa þeim væri að kenna þeim orð Guðs. Hann fór með Amúlek og öðrum til að kenna þeim.

Alma 31:2–11

Alma og Amúlek virðast daprir í bragði og vel klætt fólk hunsar hina nauðstöddu

Sóramítarnir vissu um Guð en höfðu breytt kenningum hans. Þeir tilbáðu skurðgoð. Þeir töldu sig vera betri en annað fólk. Þeir voru líka vondir við fólk sem átti enga peninga.

Alma 31:1, 8–12, 24; 32:2–3

Vel klæddir Sóramítar standa á háum palli í miðjum mannfjölda og lyfta höndum til himins

Sóramítarnir höfðu byggt háan pall til að standa á í miðjum kirkjum sínum. Einn af öðrum stóðu þeir á honum og báðust fyrir. Þeir báðust fyrir og notuðu alltaf sömu orðin. Í bæninni sögðu þeir að Guð hefði ekki líkama og að Jesús Kristur væri ekki til. Þeir sögðust vera eina fólkið sem Guð myndi bjarga.

Alma 31:12–23

Alma og Amúlek tala við hina fátæku Sóramíta

Alma elskaði Sóramítana og vildi að þeir fylgdu Guði og Jesú. Hann baðst fyrir og bað Guð að hjálpa sér og hinum sem komu með honum að kenna Sóramítum. Alma og þeir sem með honum voru fylltust allir heilögum anda. Þeir fóru og kenndu með krafti Guðs.

Alma 31:24–38; 32:1

margir fátækir Sóramítar hlusta á Alma, Amúlek og Seesrom kenna

Sumir Sóramítanna voru daprir. Þeim var ekki hleypt inn í kirkjurnar vegna þess að þeir voru ekki í fallegum fötum. Þeir vildu tilbiðja Guð, en vissu ekki hvernig þeir gætu gert það ef þeir gætu ekki farið í kirkjurnar. Þeir spurðu Alma hvað þeir ættu að gera. Alma kenndi þeim að Guð heyrir bænir þeirra, hvar sem þeir væru.

Alma 32:2–12; 33:2–11

Alma heldur á litlu sáðkorni og bendir með hinni hendinni á hátt og fagurt blóm

Alma sagði að Guð vildi að fólk hefði trú. Hann líkti kenningum Guðs við sáðkorn. Ef fólk gróðursetti kenningar Guðs í hjarta sínu, myndi það fræ vaxa og þeir vita að kenningar Guðs væru sannar. Hann sagði að það þyrfti einungis að hafa löngun til að trúa til að byrja að iðka trú sína.

Alma 32:12–43

Amúlek talar og við hlið hans er mynd af Jesú Kristi að kenna fólki

Amúlek kenndi fólkinu síðan áætlun Guðs fyrir börn sín. Hann sagði þeim að fyrir Jesú gætu þau öll hlotið fyrirgefningu synda sinna. Hann kenndi þeim líka að biðja til Guðs og sagði að Guð myndi hjálpa þeim og vernda.

Alma 34

verðir fylgjast með mörgum fátækum Sóramítum yfirgefa borgina

Margir hinna fátæku Sóramíta trúðu því sem Alma og Amúlek kenndu. Leiðtogar Sóramíta voru hins vegar reiðir. Þeir hröktu alla hina trúuðu út úr borginni.

Alma 35:1––6

Antí-Nefí-Lehítar bjóða hina fátæku Sóramíta velkomna

Hinir trúuðu fóru og dvöldu hjá Antí-Nefí-Lehítunum. Antí-Nefí-Lehítarnir þjónuðu þeim með því að gefa þeim fæði, klæði og land.

Alma 35:9