Sögur úr ritningunum
Spámaðurinn Samúel


„Spámaðurinn Samúel,“ Sögur úr Mormónsbók (2023)

Helaman 13–16

Spámaðurinn Samúel

Kenna um fæðingu og dauða Jesú

Nefítarnir reka Samúel burt úr borginni

Lamanítaspámaður að nafni Samúel fór og kenndi Nefítum í Sarahemla. Hann kenndi um iðrun. Nefítarnir vildu ekki hlusta og hentu honum út úr borginni.

Helaman 13:1–2

Samúel biðst fyrir

Samúel var í þann mund að snúa aftur til fólks síns. Drottinn bauð honum samt að snúa aftur til að kenna Nefítunum.

Helaman 13:2–3

Samúel stendur fyrir utan borgina og horfir upp á hana

Drottinn sagði Samúel að hann myndi leiðbeina honum með það sem hann ætti að segja. Samúel hlýddi Drottni. Hann snéri aftur til Sarahemla. En Nefítarnir vildu ekki hleypa honum inn í borgina.

Helaman 13:3–4

Samúel stendur á borgarmúrnum og talar við stóran hóp fólks

Samúel klifraði upp borgarvegginn. Hann sagði það sem Drottinn blés honum í brjóst. Hann varaði fólkið við því að því yrði tortímt, vegna þess að það væri að gera slæma hluti. Hann sagði að einungis iðrun og trú á Jesú Krist gætu frelsað það Hann sagði að Jesús, sonur Guðs, myndi fæðast eftir fimm ár.

Helaman 13:4–11; 14:2, 8, 12–18

Samúel stendur á borgarmúrnum og talar og við hlið hans er mynd af Jesú sem barni, Maríu og Jósef

Samúel sagði að tákn myndu birtast um fæðingu Jesú. Hann sagði fólkinu að leita táknanna. Eitt táknið yrði nótt án myrkurs. Önnur merki yrðu meðal annars ný stjarna og margir dásamlegir hlutir myndu birtast á himninum.

Helaman 14:3–7

Samúel talar og mynd við hlið hans er af hinum upprisna frelsara fyrir utan gröf hans, talandi við Maríu Magdalenu

Samúel vildi að fólk tryði á Jesú. Hann sagði að Jesús myndi deyja og rísa upp, svo allir menn gætu frelsast ef þeir iðrast.

Helaman 14:8, 12–18

Samúel talar og fyrir aftan hann er mynd af dimmri borg

Samúel sagði að teikn yrðu á lofti um dauða Jesú. Fólk gæti ekki séð sólina, tunglið eða stjörnurnar. Það yrði ekkert ljós í þrjá daga.

Helaman 14:20, 27

Samúel talar og við hlið hans er mynd af borg sem logar og eldingu lýstur niður í hana

Það yrðu þrumur og eldingar. Það yrðu jarðskjálftar og borgir eyðilagðar.

Helaman 14:21–27

Samuel stendur efst á borgarmúrnum og reiður hópur fólks fyrir neðan reynir að hæfa hann með örvum og grjóti, en allt fer framhjá Samúel

Sumir trúðu Samúel, en margir Nefítanna voru honum reiðir. Þeir köstuðu steinum og skutu örvum að honum. Drottinn verndaði Samúel þar sem hann stóð á múrnum. Hvorki steinarnir né örvarnar gátu hæft hann.

Helaman 16:1–2

sumir biðjast fyrir áhyggjufullir, aðrir eru reiðir og Samúel fer

Þegar enginn gat hæft Samúel, trúðu margir orðum hans. Flestir voru þó enn reiðir. Þeir reyndu að ná Samúel og binda hann. Samúel flúði og fór heim. Hann hélt áfram að kenna fólki sínu.

Helaman 16:3, 6–8

spámaður að nafni Nefí talar við fólk við læk

Þeir Nefítar sem trúðu Samúel iðruðust og voru skírðir af spámanninum Nefí. Þeir trúðu á Jesú og fylgdust með táknunum um fæðingu Jesú, sem Samúel hafði sagt þeim frá.

Helaman 16:1, 3–5; 3. Nefí 1:8