19. Kafli
Opinberun gefin með Joseph Smith í Manchester, New York, líklega um sumarið 1829. Í sögu sinni kynnir spámaðurinn hana sem „boðorð Guðs en ekki manna til Martins Harris, gefið af honum, sem eilífur er.“
1–3, Kristur hefur allt vald; 4–5, Allir menn verða að iðrast eða þjást; 6–12, Eilíf refsing er Guðs refsing; 13–20, Kristur þjáðist fyrir alla, svo að þeir þyrftu ekki að þjást, ef þeir iðruðust; 21–28, Prédikið fagnaðarerindi iðrunar; 29–41, Boðið gleðitíðindi.
1 Ég er aAlfa og Ómega, bKristur Drottinn. Já, ég er einmitt hann, upphafið og endirinn, lausnari heimsins.
2 Ég hef leitt til lykta og afullnað vilja hans, sem ég tilheyri, já, föðurins, hvað mig varðar — það hef ég gjört, svo að allt geti orðið mér bundirgefið —
3 Ég hef allt avald, jafnvel til að btortíma Satan og verki hans við cendalok veraldar og hinn síðasta mikla dómsdag, sem ég mun láta koma yfir íbúa hennar, og ddæmi hvern mann í samræmi við everk hans og þær dáðir, sem hann drýgði.
4 Og vissulega verður hver maður að aiðrast eða bþjást, því að ég, Guð, er cóendanlegur.
5 Þess vegna aafturkalla ég ekki þá dóma, sem ég felli, en vei mun verða, grátur, bkvein og gnístran tanna, já, hjá þeim sem verða mér á cvinstri hönd.
6 Engu að síður er aekki skráð, að enginn endir verði á kvöl þessari, en skrifað stendur bóendanleg kvöl.
7 Enn fremur stendur skrifað aeilíf fordæming. Þess vegna er það greinilegra en aðrar ritningargreinar, svo að það geti haft áhrif á hjörtu mannanna barna, einvörðungu nafni mínu til dýrðar.
8 Ég mun þess vegna útskýra fyrir þér þennan leyndardóm, því að rétt er að þú þekkir hann eins og postular mínir.
9 Ég tala til þín, sem útvalinn ert í þessu, já, sem hinn eini, svo að þú megir inn ganga til ahvíldar minnar.
10 Því að sjá hversu mikill aleyndardómur guðleikans er! Því að sjá, ég er óendanlegur og sú refsing, sem hönd mín veitir, er óendanleg refsing, því að bÓendanlegur er nafn mitt. Þess vegna —
11 aEilíf refsing er Guðs refsing.
12 Óendanleg refsing er Guðs refsing.
13 Þess vegna býð ég þér að iðrast og halda aboð þau, sem þú hefur meðtekið í mínu nafni af hendi þjóns míns Josephs Smith yngri —
14 Og það er með almáttugu valdi mínu að þú hefur meðtekið þau —
15 Þess vegna býð ég þér að iðrast — iðrast þú, ella mun ég ljósta þig með munnsprota mínum og með bræði minni og heilagri reiði, og aþjáningar þínar verða sárar — hversu sárar veist þú ekki, hversu nístandi veist þú ekki, já, hversu erfiðar að bera veist þú ekki.
16 Því að sjá, ég, Guð, hef aþolað þetta fyrir alla, svo að þeir bþurfi ekki að þjást, ef þeir ciðrast.
17 En iðrist þeir ekki, verða þeir að aþjást, alveg eins og ég —
18 Þjáningu, sem varð þess valdandi, að ég, sjálfur Guð, æðstur allra, skalf af sársauka og blóð draup úr hverri svitaholu, og þjáðist bæði á líkama og í anda — og með hrolli óskaði ég þess að þurfa aekki að bergja þennan beiska bikar —
19 Dýrð sé föðurnum eigi að síður, og ég tæmdi hann og alauk undirbúningi mínum fyrir mannanna börn.
20 Þess vegna býð ég þér enn að iðrast, ella auðmýki ég þig með almáttugu valdi mínu, og aað þú játir syndir þínar, ella verður þú að þola þær refsingar, sem ég hef talað um og þú reyndir í örlitlum mæli, já, í hinum alsmæsta, þegar ég dró anda minn í hlé.
21 Og ég býð þér að aprédika ekkert nema iðrun, og sýna þetta bekki heiminum fyrr en ég tel það viturlegt.
22 Því að þeir aþola ekki kjöt nú, en bmjólk verða þeir að fá. Þess vegna mega þeir ekki vita þetta, svo að þeir farist ekki.
23 Lær af mér og hlusta á orð mín. aGakk í bhógværð anda míns og þú munt eiga cfrið í mér.
24 Ég er aJesús Kristur. Ég kom að vilja föðurins og ég gjöri hans vilja.
25 Og enn býð ég þér, að þú skalt ekki agirnast bkonu náunga þíns, né sækjast eftir lífi náunga þíns.
26 Og enn býð ég þér, að þú skalt ekki horfa í eigur þínar, heldur láta þær fúslega af hendi til prentunar Mormónsbókar, sem geymir asannleikann og orð Guðs —
27 Sem er orð mitt til aÞjóðanna, svo að brátt geti það borist bGyðingum, sem Lamanítar eru cleifar af, svo að þeir megi trúa fagnaðarerindinu, en vænti ekki komu dMessíasar, sem þegar hefur komið.
28 Og enn býð ég þér, að þú skalt abiðja bupphátt jafnt og í hjarta þínu. Já, frammi fyrir heiminum jafnt og í leynum, opinberlega jafnt og í einrúmi.
29 Og þú skalt aboða gleðitíðindi, já, birta þau á fjöllunum og á hverri hæð, meðal allra þeirra, sem þér verður leyft að sjá.
30 Og þú skalt gjöra það í fullri auðmýkt og atreysta á mig og lasta ekki lastmælendur.
31 Og þú skalt ekki ræða akennisetningar, heldur boða iðrun og btrú á frelsarann og cfyrirgefningu syndanna með dskírn og með eeldi, já, sjálfum fheilögum anda.
32 Sjá, þetta eru mikil aboð og þau síðustu, sem ég gef þér varðandi þetta mál, því að þetta mun nægja þér á daglegri göngu þinni, já, allt til æviloka þinna.
33 Og vansæld muntu hljóta, ef þú lítilsvirðir þessar aráðleggingar, já, bæði tortímingu þína og eigna þinna.
34 aLát af hendi hluta eigna þinna, já, jafnvel hluta lands þíns, allt utan þess, sem þarf til framfærslu fjölskyldu þinnar.
35 Greið þú askuldina sem þú hefur bsamið um við prentarann. Losa þig úr cánauð.
36 aYfirgef hús þitt og heimili, nema þegar þú æskir að sjá fjölskyldu þína —
37 Og atala frjálst til allra. Já, prédika, hvetja, boða bsannleikann, já, hárri röddu, með gleðihljómi og hrópa — Hósanna! Hósanna! Blessað sé nafn Drottins Guðs!
38 aBið ávallt og ég mun búthella anda mínum yfir þig og mikil verður blessun þín — já, jafnvel meiri en þó að þú hlytir fjársjóði á jörðu og spillingarhneigð í sama mæli.
39 Sjá, getur þú lesið þetta án þess að fagna og lyfta hjarta þínu í gleði?
40 Eða getur þú ráfað um lengur eins og blindur leiðsögumaður?
41 Eða getur þú verið aauðmjúkur og hógvær og hagað þér viturlega frammi fyrir mér? Já, bkom til mín, frelsara þíns. Amen.