Bækur og lexíur
Kafli 17: Kirkja Jesú Krists nú á dögum


Kafli 17

Kirkja Jesú Krists nú á dögum

Painting of a young boy kneeling looking up at a grove of trees.   At the center of the painting is a young boy (age 14) kneeling.  His hands are resting on his thighs and he looks up at a light source above his head.  The boy wears grey trousers (with suspenders) and grey vest and an off-white shirt.  The shirt has a collar and two button placket at the front and the sleeves are rolled.  The young boy had blond hair that is slightly rumpled.  The background his a grove of trees, almost all with no leaves.  There are some low saplings immediately behind the boy.  The foreground has rocks, twings and small plants sprouting.  "Walter Rane 04"  appears in the lower right corner in red.

Kirkja Jesú Krists var tekin af jörðinni

  • Hvers vegna var kirkja Jesú Krists fjarlægð af jörðinni skömmu eftir dauða og upprisu frelsarans?

Þegar Jesús lifði á jörðu, stofnaði hann kirkju sína, hina einu sönnu kirkju. Hann skipulagði hana þannig, að hægt væri að kenna öllum sannleik fagnaðarerindisins og framkvæma mætti helgiathafnir þess með réttu valdi. Með þeirri stofnun gat Kristur fært mannkyni blessanir sáluhjálpar.

Eftir uppstigningu frelsarans til himna breyttu menn helgiathöfnum og kenningum sem hann og postular hans höfðu komið á. Vegna fráhvarfs fékkst engin bein opinberun frá Guði. Hin sanna kirkja var ekki lengur á jörðu. Menn stofnuðu ýmsar kirkjur, sem allar sögðust vera sannar, þótt kenningar þeirra væru ólíkar. Mikill glundroði ríkti í trúmálum og miklar deilur urðu. Drottinn sá fráhvarfið fyrir og sagði að koma myndi „hungur inn í landið, ekki hungur eftir brauði né þorsti eftir vatni, heldur eftir því að heyra orð Drottins. … menn skulu reika … til þess að leita eftir orði Drottins. Þeir skulu ekki finna það“ (Amos 8:11–12).

  • Hvernig verkar hungrið sem talað er um í Amos 8:11–12 á fólk?

Drottinn hét því að endurreisa sína sönnu kirkju

  • Hverjar voru sumar þær aðstæður í heiminum sem lögðu grunninn að endurreisn fagnaðarerindisins?

Frelsarinn lofaði að endurreisa kirkju sína á síðari dögum. Hann sagði: „Sjá, fyrir því mun ég enn fara undursamlega með þennan lýð, undursamlega og undarlega“ (Jes 29:14).

Árum saman lifði fólk í andlegu myrkri. Um 1700 árum eftir Krist fékk fólk síaukinn áhuga á að vita sannleikann um Guð og trúmál. Sumir gátu séð að fagnaðarerindið sem Jesús kenndi var ekki lengur á jörðu. Nokkrir gerðu sér ljóst að engar opinberanir voru, að hið sanna vald var ekki fyrir hendi og kirkjan sem Kristur skipulagði var ekki lengur til á jörðu. Komið var að því að hin sanna kirkja Jesú Krists yrði endurreist á jörðu.

  • Á hvern hátt var endurreisn fyllingar fagnaðarerindisins „undursamlegt verk“?

Ný opinberun frá Guði

  • Hvað lærði Joseph Smith um Guð þegar hann meðtók Fyrstu sýnina?

Vorið 1820 átti sér stað einn merkasti atburður allrar veraldarsögunnar. Tíminn var kominn fyrir það dásemdarverk og undur sem Drottinn hafði talað um. Hinn ungi piltur, Joseph Smith, vildi vita hver af öllum kirkjunum væri hin sanna kirkja Krists. Hann fór út í skógarrjóður í grennd við heimili sitt, bað þar auðmjúklega og heitt til himnesks föður síns og spurði í hvaða kirkju hann ætti að ganga. Þennan morgun gerðist hið undursamlega. Himneskur faðir og Jesús Kristur birtust Joseph Smith. Frelsarinn sagði honum að ganga ekki í neina kirkju vegna þess að hin sanna kirkja væri ekki á jörðu. Hann sagði einnig að kenningar þáverandi kirkna væru „viðurstyggð í sínum augum“ (JS – S 1:19; sjá einnig vers 7–18, 20). Þessi atburður varð upphaf beinna opinberana frá himnum. Drottinn hafði valið nýjan spámann. Frá þeim tíma hafa himnarnir ekki verið lokaðir. Opinberun heldur áfram til þessa dags með hverjum einum af hans völdu spámönnum. Joseph átti að verða sá sem hjálpaði til við að endurreisa hið sanna fagnaðarerindi Jesú Krists.

  • Hvers vegna var Fyrsta sýnin einn af mikilvægustu atburðum veraldarsögunnar?

Vald frá Guði var endurreist

  • Hvers vegna var endurreisn Arons- og Melkísedeksprestdæmis nauðsynleg?

Með endurreisn fagnaðarerindisins veitti Guð mönnum prestdæmið á ný. Jóhannes skírari kom 1829 og vígði Joseph Smith og Oliver Cowdery til Aronsprestdæmisins (sjá K&S 13; 27:8). Því næst komu Pétur, Jakob og Jóhannes, leiðtogar kirkjunnar til forna, og veittu Joseph og Oliver Melkísedeksprestdæmið og lykla Guðsríkis (sjá K&S 27:12–13). Síðar voru fleiri lyklar prestdæmisins endurreistir með himneskum sendiboðum, t.d. Móse, Elíasi og Elía (sjá K&S 110:11–16). Með endurreisninni kom prestdæmið aftur til jarðar. Þeir sem nú hafa prestdæmið hafa vald til að framkvæma helgiathafnir, eins og t.d. skírn. Þeir hafa einnig vald til að stjórna ríki Drottins á jörðu.

Kirkja Krists var skipulögð að nýju

  • Hvaða atburðir leiddu til skipulagningar kirkjunnar að nýju á jörðinni?

Þann 6. apríl 1830 stjórnaði frelsarinn aftur skipulagningu kirkju sinnar á jörðinni (sjá K&S 20:1). Kirkja hans nefnist Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu (sjá K&S 115:4). Kristur er höfuð kirkju sinnar nú eins og til forna. Drottinn hefur sagt að hún sé „hin eina sanna og lifandi kirkja á gjörvallri jörðinni, sem ég, Drottinn, er vel ánægður með“ (K&S 1:30).

Joseph Smith var studdur sem spámaður og „æðsti öldungur“ kirkjunnar (sjá K&S 20:2–4). Síðar var Æðsta forsætisráðið skipulagt, og hann var studdur sem forseti. Þegar kirkjan var fyrst skipulögð, voru aðeins frumdrögin gerð. Skipulagið mundi þróast eftir því sem kirkjan héldi áfram að vaxa.

Kirkjan var skipulögð með sömu embættum og voru í frumkirkjunni. Það skipulag innihélt postula, spámenn, hina sjötíu, guðspjallamenn (patríarka), hirða (ráðandi embættismenn), hápresta, öldunga, biskupa, presta, kennara og djákna. Þessi sömu embætti eru í kirkju hans nú á dögum (sjá TA 1:6).

Spámaður, sem starfar eftir leiðsögn Drottins, leiðir kirkjuna. Spámaðurinn er einnig forseti kirkjunnar. Hann hefur allt vald sem nauðsynlegt er til að stjórna verki Drottins á jörðu (sjá K&S 107:65, 91). Tveir ráðgjafar aðstoða forsetann. Tólf postular, sem eru sérstök vitni nafni Jesú Krists, kenna fagnaðarerindið og stýra málefnum kirkjunnar hvarvetna í heiminum. Aðrir yfirmenn kirkjunnar, sem gegna ákveðnum störfum, þar á meðal yfirbiskupsráð og sveitir hinna sjötíu, þjóna undir leiðsögn Æðsta forsætisráðsins og hinna Tólf.

Embætti prestdæmisins eru postular, hinir sjötíu, patríarkar, háprestar, biskupar, öldungar, prestar, kennarar og djáknar. Þetta eru sömu embættin og voru í frumkirkjunni.

Kirkjan hefur vaxið mikið fram frá því sem hún var á dögum Jesú. Samhliða vexti hennar hefur Drottinn opinberað frekari skipulagseiningar innan kirkjunnar. Þegar kirkjan er að fullu skipulögð á einhverju svæði, hefur hún staðareiningar sem nefnast stikur. Stikuforseti og tveir ráðgjafar eru í forsæti fyrir hverri stiku. Stikan hefur 12 háráðsmenn sem aðstoða við verk Drottins í stikunni. Sveitir Melkísedeksprestdæmishafa eru skipulagðar í stikunni undir leiðsögn stikuforseta (sjá kafla 14 í þessari bók). Hver stika skiptist í smærri svæði sem nefnast deildir. Biskup og tveir ráðgjafar eru í forsæti fyrir hverri deild.

Á svæðum heimsins þar sem kirkjan er að þróast, eru umdæmi, sem líkjast stikum. Umdæmi skiptast í smærri einingar sem nefnast greinar, sem eru líkar deildum.

Mikilvægur sannleikur var endurreistur

  • Hvaða mikilvæg sannleiksatriði hafa verið endurheimt með endurreisn kirkjunnar?

Kirkjan nú á dögum kennir sömu reglur og framkvæmir sömu helgiathafnir og framkvæmdar voru á dögum Jesú. Frumreglur og helgiathafnir fagnaðarerindisins eru trú á Jesú Krist, iðrun, skírn með niðurdýfingu og handayfirlagning til veitingar gjafar heilags anda (sjá TA 1:4). Þessi mikilvægu sannleiksatriði fengu aftur fyllingu sína þegar kirkjan var endurreist.

Með gjöf og krafti Guðs þýddi Joseph Smith Mormónsbók, sem hefur að geyma hinn einfalda og dýrmæta sannleik fagnaðarerindisins. Margar aðrar opinberanir fylgdu og hafa verið skráðar sem ritning í Kenningu og sáttmálum og í Hinni dýrmætu perlu (sjá kafla 10 í þessari bók).

Annar mikilvægur sannleikur sem Drottinn endurreisti er m.a. eftirfarandi:

  1. Himneskur faðir okkar er raunveruleg persóna með áþreifanlegum líkama úr holdi og beinum, svo er einnig um Jesú Krist. Heilagur andi er andavera.

  2. Við lifðum í fortilveru sem andabörn Guðs.

  3. Prestdæmið er nauðsynlegt til að framkvæma helgiathafnir fagnaðarerindisins.

  4. Okkur verður refsað fyrir eigin syndir en ekki fyrir brot Adams.

  5. Lítil börn þarfnast ekki skírnar fyrr en þau eru ábyrg gerða sinna (átta ára gömul).

  6. Á himnum eru þrjú dýrðarstig, og fyrir náð Drottins Jesú Krists, hlýtur fólk laun í samræmi við gjörðir sínar á jörðu og í samræmi við þrá hjarta þeirra.

  7. Fjölskyldubönd geta orðið eilíf með innsiglunarvaldi prestdæmisins.

  8. Helgiathafnir og sáttmálar eru nauðsynleg til sáluhjálpar og standa bæði lifendum og látnum til boða.

  • Hvernig hafa þessi sannleiksatriði haft áhrif á ykkur og aðra?

Kirkja Jesú Krists mun aldrei á grunn ganga

  • Hvert er ætlunarverk kirkjunnar?

Eftir endurreisnina 1830 hefur meðlimafjöldi Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu vaxið hratt. Það eru kirkjuþegnar í næstum því öllum löndum heims. Kirkjan mun halda áfram að vaxa. Eins og Kristur sagði: „Þessi fagnaðarboðskapur um ríkið verður prédikaður um alla heimsbyggðina, öllum þjóðum til vitnisburðar“ (JS – Matt 1:31). Kirkjan verður aldrei aftur tekin af jörðu. Ætlunarverk hennar er að flytja hverri mannveru sannleikann. Fyrir þúsundum ára sagði Drottinn að hann myndi „hefja ríki, sem aldrei skal á grunn ganga, og það ríki skal engri annarri þjóð í hendur fengið verða, … mun það standa að eilífu“ (Dan 2:44).

  • Hvernig hafið þið hjálpað til við verkið í ríki Guðs? Hvað getið þið gert til að halda því verki áfram?

Viðbótarritningargreinar