Tónlist
Það engill uppheims var


6

Það engill uppheims var

Íhugult / Af tilfinningu

1. Það engill uppheims var,

sem alda rauf hér þögn,

frá himni boðin bar,

þá björtu, ljúfu sögn.

Sjá hæð Kúmóra, hún er hér,

þar heilagt rit eitt falið er.

Sjá, hæð Kúmóra, hún er hér,

þar heilagt rit eitt falið er.

2. Mórónís innsigli´ er

það auðkennt jörðu í,

uns Guð sín boðin ber,

að birtast skuli´ á ný.

Til ljóss þess aftur leið er gjörð,

að leiða´ inn ríki Krists á jörð.

Til ljóss þess aftur leið er gjörð,

að leiða´ inn ríki Krists á jörð.

3. Um Jósefs ætt það er

og eyddra þjóða brot,

sem eitt sinn áttu hér

sín örlaganna þrot.

Og guðspjalls auðlegð einnig þar

með opinberun veitir svar.

Og guðspjalls auðlegð einnig þar

með opinberun veitir svar.

4. Nú fylling fengin er

hins fyrirheitna dags,

lát jörðu hlýða hér

og hverfa myrkur strax;

flyt ritið burt svo berist það

með birtu´ og dýrð á sérhvern stað.

Flyt ritið burt svo berist það

með birtu´ og dýrð á sérhvern stað.

5. Hve glöð mun Ísrael

nú aftur safnast heim,

við ráð sem reynast vel

skal reist Jerúsalem,

þá Síon rís með geislaglans

í guðdómsljósi sannleikans.

Þá Síon rís með geislaglans

í guðdómsljósi sannleikans.

Texti: Parley P. Pratt, 1807–1857

Lag: Jon E. Tullidge, 1806–1873

Íslensk þýðing: Jón Jóhannesson, Fór til Utah Í BandarÍkjunum 1896, trúboði SDH á Íslandi 1900–1912

Joseph Smith — Saga 1:30–34

Kenning og sáttmálar 128:20