Tónlist
Ó, kom þú örugg Herrans heilög sveit


13

Ó, kom þú örugg Herrans heilög sveit

Með einbeitni

1. Ó, kom þú örugg Herrans heilög sveit,

hræðstu ei ókunn lönd.

Þó ferðar þinnar löng og ströng sé leit,

leiðir þig Drottins hönd.

Úr huga þokum því oss frá,

sem þreytu’ og kvíða valda má,

þá glaðnar hjarta’ og hugarþel.

Allt fer vel, allt fer vel.

2. Hví harma ættum hlutverk vort í raun?

Hérna á réttri braut.

Hví ættum vér að öðlast mikil laun,

enga ef vinnum þraut.

Nei, tygja þig og tendra þrótt,

í trausti Guðs skal áfram sótt.

Vér segjum brátt er birta’ upp él:

Allt fer vel, allt fer vel.

3. Vér finnum staðinn, þann sem Guð oss gaf,

göngum í vestur átt,

þar Herrans sveit mun helgast dýrð hans af,

hljóta og guðdómsmátt.

Vér látum óma lofsönginn,

vér lofum Guð vorn konunginn,

vor rödd skal hljóma’ um jarðarhvel.

Allt fer vel, allt fer vel.

4. Ef deyjum vér, en leið ei lokið er,

líka’ er það oss í vil;

vér losnum þá við strit og stríðið hér,

stefnum og himins til.

En ef vér lifum líka það,

að leið vor endi’ á þráðum stað,

hve þá skal hrifning hljóma vel.

Allt fer vel, allt fer vel.

Texti: William Clayton, 1814–1879

Lag: Enskt þjóðlag

Íslensk þýðing: MarÍus Ólafsson, 1891–1983

Kenning og sáttmálar 61:36–39

Kenning og sáttmálar 59:1–4