1. Er í stormum lífs þíns bárum æstum á,
einn þú hrekst og hvergi’ er björgun neina’ að sjá,
teldu þínar sælustundir, sem þú átt,
sjá þú munt hve Guði vorum þakka mátt.
[Chorus]
Teldu sælustundir sem þú átt.
Teldu sælustundir, sem Guð gaf.
Teldu sælustundir sem þú átt.
Teldu þínar sælustundir, sem Guð gaf
2. Sértu hlaðinn áhyggjum sem angra þig,
eða kross þann berðu er þér vinnur slig,
teldu þínar sælustundir, sorgin flýr,
söngur þinn mun alla daga hljóma nýr.
[Chorus]
Teldu sælustundir sem þú átt.
Teldu sælustundir, sem Guð gaf.
Teldu sælustundir sem þú átt.
Teldu þínar sælustundir, sem Guð gaf
3. Er þú aðra lítur, löndin þeirra’ og gull,
loforð Drottins mundu’ af auðæfunum full,
teldu sælustundir, svífðu’ í himins tjald,
sjá þar engu ræður peninganna vald.
[Chorus]
Teldu sælustundir sem þú átt.
Teldu sælustundir, sem Guð gaf.
Teldu sælustundir sem þú átt.
Teldu þínar sælustundir, sem Guð gaf
4. Þó að heimsins stríðið mjög þér mæði á,
misstu ekki kjarkinn, Guð er öllum hjá.
Teldu sælustundir, saman englaher,
sína hjálp þér veitir, ferð uns lokið er.
[Chorus]
Teldu sælustundir sem þú átt.
Teldu sælustundir, sem Guð gaf.
Teldu sælustundir sem þú átt.
Teldu þínar sælustundir, sem Guð gaf
Texti: Johnson Oatman, yngri, 1856–1922
Lag: Edwin O. Excell, 1851–1921
Íslensk þýðing: MarÍus Ólafsson, 1891–1983