Tónlist
Dýrmæt er hirðinum hjörðin


92

Dýrmæt er hirðinum hjörðin

Rólega

1. Dýrmæt er hirðinum hjörðin,

hyggjan af kærleika full,

dýrmæt sú ást er hann veitir,

æðri en silfur og gull.

Svo eru sauðir hans „aðrir,“

sem burtu villtust af leið.

Út yfir fjallklungrin fer hann,

fallvötnin sollin og breið.

[Chorus]

Allsvana einir þeir reika

auðnanna nístandi geim.

Bregður hann skjótt til að bjarga,

bjarga og flytja þá heim.

2. Dýrmæt og ljúf eru litlu

lömbin í byrginu hans.

Haglendið grösuga, græna,

glataðist mörgum til sanns.

Sjá, hve hann leitar og leitar

lamba sem glötun er vís,

fagnandi’ í byrgið þau færir,

frelsuð við guðlegan prís.

[Chorus]

Allsvana einir þeir reika

auðnanna nístandi geim.

Bregður hann skjótt til að bjarga,

bjarga og flytja þá heim.

3. Dýrmætir níu’ tíu’ og níu,

nærðir í byrginu sjást.

Dýrmætir eru þeir aðrir,

auðnir, sem villast og þjást.

Heyrið! Hann knýjandi kallar,

hvetjandi, laðandi brag:

„Viljð þið fara og finna

frávilltu sauðina’ í dag?“

[Chorus]

Allsvana einir þeir reika

auðnanna nístandi geim.

Bregður hann skjótt til að bjarga,

bjarga og flytja þá heim.

4. Ljúfgrænar lendurnar bíða,

lindirnar svalandi milt.

Herra! Vér komum við kallið,

kallið þitt eins og þú vilt.

Aðstoðarhirðana, Herra,

helga á kærleikans meið.

Sendu’ oss að leita og leita

lambanna’ er villast í neyð.

[Chorus]

Allsvana einir þeir reika

auðnanna nístandi geim.

Bregður við skjótt til að bjarga,

bjarga og flytja þá heim.

Texti: Mary B. Wingate, f. 1899

Lag: William J. Kirkpatrick, 1838–1921

Íslensk þýðing: Jón Hjörleifur Jónsson, 1923

Lúkasarguðspjall 15:4–7

1. Pétursbréf 5:2–4