1. Trú vorra áa enn er til
eldur og sverð þótt fari’ um storð,
hjörtun því fagna, fyllast yl,
fagnandi nema Drottins orð.
[Chorus]
Trú vorra áa ætíð skín,
ávallt sú trú skal vera mín.
2. Trú vorra áa; ætíð vér
ætlum að stríða fyrir þig,
þjóðum að kenna’ að þekkja Guð,
þröngan að feta dyggðastig.
[Chorus]
Trú vorra áa ætíð skín,
ávallt sú trú skal vera mín.
3. Trú vorra áa, elska þín
önd vora metti hverja stund,
orðum og gjörðum alla tíð
eflum þitt ríki’ á hverja lund.
[Chorus]
Trú vorra áa ætíð skín,
ávallt sú trú skal vera mín.
Texti: Frederick W. Faber, 1814–1863
Lag: Henry F. Hemy, 1818–1888; viðlag: James G. Walton, 1821–1905
Íslensk þýðing: Friðrik Guðni þórleifsson, 1944