Tónlist
Trú vorra áa


89

Trú vorra áa

Innilega

1. Trú vorra áa enn er til

eldur og sverð þótt fari’ um storð,

hjörtun því fagna, fyllast yl,

fagnandi nema Drottins orð.

[Chorus]

Trú vorra áa ætíð skín,

ávallt sú trú skal vera mín.

2. Trú vorra áa; ætíð vér

ætlum að stríða fyrir þig,

þjóðum að kenna’ að þekkja Guð,

þröngan að feta dyggðastig.

[Chorus]

Trú vorra áa ætíð skín,

ávallt sú trú skal vera mín.

3. Trú vorra áa, elska þín

önd vora metti hverja stund,

orðum og gjörðum alla tíð

eflum þitt ríki’ á hverja lund.

[Chorus]

Trú vorra áa ætíð skín,

ávallt sú trú skal vera mín.

Texti: Frederick W. Faber, 1814–1863

Lag: Henry F. Hemy, 1818–1888; viðlag: James G. Walton, 1821–1905

Íslensk þýðing: Friðrik Guðni þórleifsson, 1944

1. Tímóteusarbréf 6:12

Júdasarbréf 1:3