1. Heyr! ó, jörð, og hlusta þjóð.
Himnesk óma dýrðarljóð.
Syngja englar, syngið þér!
Sonur Guðs nú fæddur er.
Dýrð sé Guði, dimman flýr,
Drottinn sjálfur hjá oss býr.
[Chorus]
Sorg er breytt í sigurhrós.
Séð fá þjóðir heimsins ljós.
Heyr! ó, jörð og hlusta þjóð.
Himnesk óma dýrðarljóð.
2. Jólin flytja frið á jörð.
Fagnið, syngið þakkargjörð!
Kristur Jesús kominn er,
kóngi lífsins fagna ber.
Ljós er kveikt í lágum bæ,
ljós um himin, jörð og sæ.
[Chorus]
Sorg er breytt í sigurhrós.
Séð fá þjóðir heimsins ljós.
Heyr! ó, jörð og hlusta þjóð.
Himnesk óma dýrðarljóð.
Texti: Charles Wesley, 1708–1788
Lag: Felix Mendelssohn, 1809–1847
Íslensk þýðing: Pétur Sigurðsson, 1890–1972