1. Fagna þú veröld, fagna hátt,
því frelsarinn borinn er.
Lát sérhvert hjarta hýsa hann,
vorn himinborna konungsmann.
Lát hefja helgan söng,
um himna’ og jarðar göng.
Lát hefja, hefja glaðan helgisöng.
2. Fagna þú veröld, fagna hátt,
því frelsarinn borinn er.
Nú veröld hljómi ein og öll
um ystu lendur, firði’ og fjöll
þann glaða enduróm,
þann glaða enduróm.
Þann glaða, söngva glaða enduróm.
3. Lát eigi framar sorg né synd
vorn særa þjáðan heim,
því Kristur kom með næga náð
og nóg við öllu sigurráð.
Hann veitir næga náð,
hann veitir næga náð.
Hann veitir öllum mönnum næga náð.
4. Senn mun hann ríkja’ í mildi’ og náð
og mannkyn fá að sjá
og reyna undra elsku hans
og eilíft gildi sannleikans.
Sjá undraelsku hans,
sjá, undraelsku hans.
Sjá, undraelsku hans, sjá elsku hans.
Texti: Isaac Watts, 1674–1741; ums. af William W. Phelps, 1792–1872.
Lag: George F. Handel, 1685–1759, úts. Lowell Mason, 1792–1872
Íslensk þýðing: Jón Hjörleifur Jónsson, 1923