32 Hærra, minn Guð til þín Blíðlega 1. Hærra, minn Guð til þín, hærra til þín, enda þótt öll sé kross upphefðin mín. Hljóma skal harpan mín: Hærra, minn Guð til þín, Hærra, minn Guð til þín, hærra til þín. 2. Villist ég vinum frá vegmóður einn, köld nóttin kringum mig, koddi minn steinn, heilög skal heimvon mín. Hærra minn Guð til þín, Hærra minn Guð til þín, hærra til þín. 3. Sofanda sýndu þá sólstigans braut upp í þitt eilífa alföðurskaut. Hljómi svo harpan mín: Hærra, minn Guð til þín, Hærra, minn Guð til þín, hærra til þín. 4. Árla ég aftur rís ungur af beð. Guðs hús á grýttri braut glaður ég hleð. Hver og ein hörmung mín hefur mig, Guð, til þín, Hærra, minn Guð, til þín, hærra til þín. 5. Lyfti mér langt í hæð lukkunnar hjól, hátt yfir stund og stað, stjörnur og sól, hljómi samt harpan mín: Hærra, minn Guð, til þín, Hærra, minn Guð til þín, hærra til þín. Texti: Sarah F. Adams, 1805–1848 Lag: Lowell Mason, 1792–1872 Íslensk þýðing: MatthÍas Jochumsson, 1835–1920 Kenning og sáttmálar 88:63 1. Mósebók 28:10–22