Tónlist
Sannir í trúnni


109

Sannir í trúnni

Þróttmikið

1. Hvort mun Síons æskan unga

eigi sannleik varnir ljá?

Þegar vonsku öflin erja,

ættum vér að hopa þá? Nei!

[Chorus]

Trú þeirri kenning sem feðurnir fengu,

fórnarlömb píslanna’ í dauðann út gengu.

Við boð Guðs blíð trú alla tíð,

trúföst í hjarta ár og síð.

2. Er vér sjáum vald hins vonda

verki Drottins ofsókn ljá,

skyldu’ ei börn vors hæsta Herra

hefja veldissprotann þá? Jú!

[Chorus]

Trú þeirri kenning sem feðurnir fengu,

fórnarlömb píslanna’ í dauðann út gengu.

Við boð Guðs blíð trú alla tíð,

trúföst í hjarta ár og síð.

3. Frelsun vora munum vinna,

verja merki sannleikans,

vaka, biðja, starfa, stríða

styrkt við kraft hvers æskumanns, já!

[Chorus]

Trú þeirri kenning sem feðurnir fengu,

fórnarlömb píslanna’ í dauðann út gengu.

Við boð Guðs blíð trú alla tíð,

trúföst í hjarta ár og síð.

4. Keppum markvisst til að verða

verðug fyrir ríkið hans

ásamt þeim, er trúir treystu

tryggu orði sannleikans, já!

[Chorus]

Trú þeirri kenning sem feðurnir fengu,

fórnarlömb píslanna’ í dauðann út gengu.

Við boð Guðs blíð trú alla tíð,

trúföst í hjarta ár og síð.

Lag og texti: Evan Stephens, 1854–1930

Íslensk þýðing: Jón Hjörleifur Jónsson, 1923

1. Tímóteusarbréf 4:12

Alma 53:18–21