Tónlist
Í jötu


26

Í jötu

Líkt og vöggulag

1. Hann enga á vöggu, en unir sér þó

í jötunni stóru, og hvílir með ró.

Og stjörnurnar brosa um bláveg til hans

sem barn er síns tíma, og bróðir hvers manns.

[Chorus]

Ó sof, (ó sof,) ó sof, (ó sof,)

þú Jesús, í jötunni rótt.

Ó sof, (ó sof,) ó sof, (ó sof,)

Jesús, á jóla nótt.

2. Í fjárhúsi sefur nú féð allt svo rótt,

en Jesús einn vakir í jötunni hljótt.

Ég ann þér, ó Jesús, ég ann þér svo heitt

og aldrei því verður á ævinni breytt.

[Chorus]

Ó sof, (ó sof,) ó sof, (ó sof,)

þú Jesús, í jötunni rótt.

Ó sof, (ó sof,) ó sof, (ó sof,)

Jesús, á jóla nótt.

3. Ó, ver hjá mér, Jesús, mín vörn og mitt skjól

og veit, að ég finni þinn fögnuð hver jól.

Ég bið þig að blessa öll börnin þín hér

og búa þau undir að lifa hjá þér.

[Chorus]

Ó sof, (ó sof,) ó sof, (ó sof,)

þú Jesús, í jötunni rótt.

Ó sof, (ó sof,) ó sof, (ó sof,)

Jesús, á jóla nótt.

* Viðlagið má syngja einraddað eða tvíraddað.

Texti: Talið eftir Martin Luther, 1483–1546

Íslensk þýðing: Ingólfur Jónsson frá Prestbakka

Lag: Charles H. Gabriel, 1856–1932

Lúkasarguðspjall 2:3–7

Lúkasarguðspjall 18:15–17