Tónlist
Sögur Mormónsbókar


62

Sögur Mormónsbókar

Með djörfung

1. Mormónsbókin minnist á

svo margt frá fyrri tíð,

lífshlaup Lamaníta,

þeirra leið um höfin víð.

Feður þeirra´ og mæður fluttust

vestur yfir haf,

fundu land, landið sem líf þeim gaf.

2. Einnig hittu þeir aðra,

sem þar áttu´ í frelsis leit.

Þeim þeir lögðu lið, og land sitt

gerðu´ að gróðurreit.

Mormónsbókin ber,

að séu bræður allir menn.

Guð þeim gaf lögmál, sem gildir enn.

3. Alma var uppreisnargjarn, gegn réttu barðist hann.

Dag einn birtist engill og birti honum sannleikann.

Frammi fyrir bræðrum, Alma auðmýkt lærði þar.

Upp frá því réttlátan boðskap bar.

4. Gleym ei Abínadi, sem kom fyrir konunginn

alfjötraður, en samt boðaði hann boðskapinn.

Ef hann aðeins afneitaði, frelsi myndi´ ann fá.

Trúr var hann, dyggur, samt deyddur þá.

5. Ammon var sem kristniboði Lamanítum hjá.

Sauða konungs Lamonís um tíma gætti þá.

Þjófar komu. Féð hann varði vaskur, óhræddur,

hafði lært: „Lifa má réttlátur.“

6. Eitt sinn tveim þúsundum bræðra stefnt var út í stríð.

Hergöngu til orrustunnar þreytti fylking fríð.

Trúðu´ að Kristur myndi verja´ og vernda sína stétt.

Ljóst þeim var lífsins boð: „Lifa rétt.“

7. Lamanítinn, Samúel, af hallarmúrnum hátt

heróp gaf um viðvörun, til iðrunar í sátt.

Engar örvar hæfðu hann, því herrann var hans hlíf

og hann bauð landi´ og lýð: „Réttlátt líf.“

8. (Hægt og með lotningu)

Eftir krosfestingu Krists, er dó fyrir þig og mig,

sté hann fram og kenndi frelsisboðskapinn um sig.

Hönd hans var á sérhvert barn með blíðri blessun sett,

Landið þau byggðu og „breyttu rétt.“

Lag og texti: Elizabeth Fetzer Bates, f. 1909. © 1969 IRI

Íslensk þýðing: Ingólfur Jónsson frá Prestbakka

Valvers: Nancy K. Daines Carter, f. 1935. © 1986, 1989 IRI

Íslensk þýðing: Jón Hj. Jónsson

Joseph Smith — Saga 1:34

Trúaratriðin 1:8