Tónlist
Gjör allt þitt rétt


80

Gjör allt þitt rétt

Kröftugt

1. Gjör allt þitt rétt, í huga hreinn.

Hér átt þú verk, sem ei annar fær neinn.

Vinn það með góðvild og vanda sem má,

vegsömun englanna muntu þá fá.

[Chorus]

Gjör, gjör, gjör allt þitt rétt.

Ver þú í huga hreinn,

í huga hreinn, í huga hreinn.

2. Gjör allt þitt rétt, í huga hreinn,

hinna við mistökin bjargast ei neinn.

Samvisku, trú þinni’ og heiðrinum halt,

hetja í baráttu vera þú skalt.

[Chorus]

Gjör, gjör, gjör allt þitt rétt.

Ver þú í huga hreinn,

í huga hreinn, í huga hreinn.

Texti: George L. Taylor, f. 1835

Íslensk þýðingu: MarÍus Ólafsson

Lag: Úts. A. C. Smyth, 1840–1909

Matteusarguðspjall 4:1–11

Efesusbréfið 6:1