Tónlist
Gefum


116

Gefum

Glaðværlega

1. Létt streymir lækur smár.

„Gef, ó! gef, gef, ó! gef.“

„Gef, segir lækur smár,

er hann streymir stöðugt fram.

Hversu smár ég er, og hvar sem ég fer,

þar grasið grænna er.

[Chorus]

Létt hoppar nú lækur smár.

Gef, ó, gef, já gefum öll.

Vætir hann og blómsins brár.

Gef, já gefum öll.

2. Létt fellur lítil skúr.

„Gef, ó! gef, gef, ó! gef.“

„Gef,“ segir lítil skúr,

er hún fellur skýjum frá.

Og þá lifna blessuð blómin smá,

og þau brosa jörðu á.

[Chorus]

Létt hoppar nú lækur smár.

Gef, ó, gef, já gefum öll.

Vætir hann og blómsins brár.

Gef, já gefum öll.

3. Gefum, því Jesús gaf.

Gef, ó! gef, gef, ó! gef.

Gefum sem Jesús gaf

alltaf eitthvað gefa má.

Gefum sem lækur og skúrin skær,

gefum öllum fjær og nær.

[Chorus]

Létt hoppar nú lækur smár.

Gef, ó, gef, já gefum öll.

Vætir hann og blómsins brár.

Gef, já gefum öll.

Texti: Fanny J. Crosby, 1820–1915

Íslensk þýðing: Ingólfur Jónsson frá Prestbakka

Lag: William B. Bradbury, 1816–1868. Úts. © 1989 IRI

5. Mósebók 16:17

Postulasagan 20:35