Tónlist
Hann sendi soninn


20

Hann sendi soninn

Tjáningarríkt

Hvernig gat faðir uppfrætt oss

um kærleik, mildi´ og náð?

Hann sendi soninn, borið barn

með blessað líknar ráð.

Hvernig gat Guð sýnt heiminum

hvar lægi´ in rétta leið ?

Hann gerði soninn eitt með oss,

svo gangan yrði greið.

Hvernig gat faðir frætt vorn heim

um fórn, er setti´ oss frí?

Hann soninn sendi´ í dauðans djúp,

í dýrð að rísa´ á ný.

Hvers væntir faðirinn af oss?

Hvað segir ritningin?

Haf trú og von, lif sem hans son,

sýn öðrum lífsins hnoss.

Hver er hans bón?

Lif sem Guðs son.

Texti: Mabel Jones Gabbott, f. 1910

Íslensk þýðing: Jón Hj. Jónsson

Lag: Michael Finlinson Moody, f. 1941

© 1982 Mabel Jones Gabbott og Michael Finlinson Moody. Úts. © 1989 IRI

þennan söng má afrita til nota heima eða Í kirkju, en ekki Í hagnaðarskyni.

Moróní 7:48

3 Nefí 27:21

Jóhannesarguðspjall 3:16

Jóhannesarguðspjall 13:15