1. Guð vill, að ég sé honum sólskins barn,
er sí og æ skín fyr’ hann,
á heimili´, í skóla, í hverjum leik,
sem honum geðjast kann.
[Chorus]
Já, sólskinsbarn, já, sólskinsbarn,
Guð vill, að ég sé honum sólskinsbarn,
já, sólskinsbarn, já, sólskinsbarn,
já, það vil ég vera fyr´ hann.
2. Guð vill, að ég reynist af hjarta hlýr
við hvern, sem með mér er,
og geti æ sýnt, hve glatt og hlýtt
í geði barn hans er.
[Chorus]
Já, sólskinsbarn, já, sólskinsbarn,
Guð vill, að ég sé honum sólskinsbarn,
já, sólskinsbarn, já, sólskinsbarn,
já, það vil ég vera fyr´ hann.
Texti: Nellie Talbot
Íslensk þýðing: Bjarni Jónsson
Lag: Edwin O. Excell, 1851–1921