1. Mig undrar! Hvernig kemur hann?
Með kór og englasöng?
Hvort verður það á vetrartíð
eða vorkvöld björt og löng?
Hvort einhver stjarna skærast skín,
langskærast himinláð?
Hvort breytist nótt í dýrðardag?
Hvort dýrum fatist ráð?
Ég er viss, hann biður börnin smá
að safnast öll til sín,
því fyrr á öldum sagði svo:
„Sendið börnin öll til mín.“
2. Ég hugsa, þegar kemur hann,
hvort verði´ eg viðbúinn,
að líta´ í ástrík augun hans
með einlægt bænarsinn?
hvern dag vil gjöra vilja hans,
að lýsi ljósið mitt,
svo aðra langi einnig, Guð,
að eignast ljósið þitt.
Þegar sæludagur sá er hér,
hann segir við mig þá:
„Þú gerðir vel, mitt blessað barn.
Búa´ um eilífð skalt mér hjá.“